Monday, September 26, 2011

Sögurnar






Sagnaritun Rómverja einkenndist af hagnýtum gildum, þar var markmiðið að vekja upp ættjarðar ást og innprenta komandi kynslóðum virðingu fyrir gömlum rómverskum hefðum. Fyrstu sagna ritara rómverja skrifuðu á grísku fyrir því voru helst tvær ástæður latneskt ritmál var talið óþjált og svo átti að  sanna ágæti rómar fyrir grískumælandi lesendunum í hinum helleníska heimi.
Salltústíus var ein áhrifamesti sagnaritari rómverja hann hafið sérstæðan ritstíl og voru efnistök hans ólík öðrum. Hann leitaði fyrirmynda í gömlum Grikkjum og lifði í hringiðju rómverskra stjórnmála, hann skrifaði af miklum sannfæringarkrafti um þjóðfélagsmál, og tók oft málstað alþýðufólksins gegn valdaklíkum yfirvaldsins. Hans þekktustu verk eru “um stríðið gegn Júgúrtu konungi og um samsæri Catilínu. 




Alda Karen

No comments:

Post a Comment