Oktavíanus varð einvaldur árið 31 f. Krist hann lagði vald sitt í hendur
hins forna öldungaráðs og hlaut við það heiðurstitilinn Ágústus.
Ágústus kom á fót öflugum lífvarðarsveitum sem gættu öryggis hans, þannig
tókst honum að tryggja þann frið í Róm sem rómverjar höfðu lengi þráð.
Á dögum Ágústusar blómstraði menningarlíf Rómar, þangað bárust
menningarstraumar frá fjarlægum skattlöndum. Gallar, Spánverjar, Sýrlendingar
og Gyðingar miðluðu menningarauði sínum. Ásýnd borgarinnar gjörbreyttist Ágústus sagðist stoltur hafa breytt
múrsteinsborg í marmaraborg, reistar voru glæsihallir, hof og helgidómar. Mesta
varð breytingin í íburðum opinberra bygginga.
Á Palatínhæð, þar sem auðugir aðalsmenn höfðu búið um sig á lýðveldistímanum,
var hin mikla keisarahöll Ágústusar. Við hlið hallarinnar lét hann reisa mikið
bókasafn og hof tileinkað grískuættaða guði Apollon.
Alda Karen
hér eru fleiri áhugaverðar upplýsingar um Oktavíanus/Ágústus keisara
No comments:
Post a Comment