Wednesday, September 21, 2011

Keisarinn er mættur!







Oktavíanus varð einvaldur árið 31 f. Krist hann lagði vald sitt í hendur hins forna öldungaráðs og hlaut við það heiðurstitilinn Ágústus.
Ágústus kom á fót öflugum lífvarðarsveitum sem gættu öryggis hans, þannig tókst honum að tryggja þann frið í Róm sem rómverjar höfðu lengi þráð.

Á dögum Ágústusar blómstraði menningarlíf Rómar, þangað bárust menningarstraumar frá fjarlægum skattlöndum. Gallar, Spánverjar, Sýrlendingar og Gyðingar miðluðu menningarauði sínum. Ásýnd borgarinnar gjörbreyttist  Ágústus sagðist stoltur hafa breytt múrsteinsborg í marmaraborg, reistar voru glæsihallir, hof og helgidómar. Mesta varð breytingin í íburðum opinberra bygginga.

Á Palatínhæð, þar sem auðugir aðalsmenn höfðu búið um sig á lýðveldistímanum, var hin mikla keisarahöll Ágústusar. Við hlið hallarinnar lét hann reisa mikið bókasafn og hof tileinkað grískuættaða guði Apollon.

Öflugustu listamenn keisaratíma Ágústusar voru allir tengdir menningarlegri hirð hans. Keisarinn unni fögrum listum og göfugum kveðskap, helsti ráðgjafi hans var Maecenas hann naut ómældrar virðingar í heimi listunnenda, en áhrifavald hans byggðist ekki á sambandinu við keisarann, heldur á smekkvísi hans og miklum auðæfum.    


Alda  Karen


hér eru fleiri áhugaverðar upplýsingar um Oktavíanus/Ágústus keisara

No comments:

Post a Comment