Monday, September 26, 2011

Mælskulist og lögfræði




Eitt helsta einkenni  rómversks  samfélags áhuga manna á stjórnmálum og heimspeki. Allt frá upphafi lýðveldisaldar voru lögfræði, siðspeki, vopnaburður og fræðsla um rómverska siði og trúarbrögð  uppistaða í námi ungra drengja. Á 3. og 2. öld  f.Kr. voru stofnaðir grunnskólar að grískri fyrirmynd  en áður  hafði kennsla í undirstöðugreinum farið fram á heimilum. Munurinn á Róm og Grikklandi  var að í Róm nutu stúlkur meiri  formlegrar menntunar.
Sérstakir skólar fyrir mælskulist voru stofnaðir á  1. öld f.Kr. og voru Grískir kennarar  áberandi í slíkum skólum en þrátt fyrir það var skólinn byggður á sérrómverskum grunni. Mælskulistin féll vel að áhugamálum og þörum samfélagsins og voru ýmsir stjórnmálamenn taldir vera ræðukappar, til dæmis  Kató gamli, Gracchusar-bræður og Júlíus Sesar. Við  breytingar í samfélaginu, lýðveldið hnignaði  og vald keisarans  styrktist, breyttist hlutverk ræðumennsku og var kennslan ekki lengur miðuð við frama í stjórnmálum, heldur að búa menn undir embættisstörf.
                Quintilíanus var fyrsti mælskukennarinn í Róm sem laun fyrir störf sín úr opinberum sjóðum. Hann skrifaði  rit um mælskulist,  Um menntun mælskumannsins, og kemur þar fram  að góður mælskumaður þurfi um fram allt að vera vel gerður, agaður, upplýstur og smekkvís.


Meira efni um mælskulist og skólagöngu Rómverja er að finna hér

Dagný

No comments:

Post a Comment