Marcux Tullins Cíceró er frægasti og áhrifamesti mælskumaður
Rómverja. Í Róm lærði hann lögfræði,
heimspeki og mælskulist, einnig var hann í námi í Grikklandi. Hann varð frægur
fyrir sigra í erfiðum dómsmálum og vakti snemma athygli fyrir rökvísi og harðfylgi í málflutningi. Hann hlaut mikla
velgengni sem málfærslumaður og fékk
viðurkenningu æðstu metorða í stjórnmálum sem nouvus homo, og hlaut það fyrir eigin verðleika en ekki vegna ætternis. Hann var ætíð
gallharður stuðningsmaður lýðveldishugsjónar gegn einræðistilburðum einstakra
manna. Cíceró lifði erfiða tíma og barðist fyrir töpuðum málstað og gekk ferill
hans ekki fyrir sig áfallalaust. Ræður
hans gegn Katilínu fyrir öldungaráðinu eru frægustu ræður hans. Cíceró taldi
Katalínu, sem var ungur aðalsmaður, vera að skipuleggja valdarán með fulltingi nokkurra samsærismanna. Þáttaskil
urðu í lífi Cícerós við málareksturinn gegn Katalínu. Fyrst um sinn hlaut hann
mikið lof fyrir framgöngu hans í málinu
en seinna kom það í bak hans að hafa farið offarir í að refsa meintum
samsærismönnum.
Útlegð Cícerós
Publius Clodíus Pulcher hafði verið svarinn óvinur Cícerós
og tókst honum að gera Cíceró úlægan þegar hann bar vitni gegn honum í Bona dea hneykslinu sem fólst í því
að láta átti að setja lög um að hver sá sem hefði látið taka af lífi rómverskan
borgara án dóms laga fengi hvorki vatn
né eld í Róm. Cíceró var því gerður útlægur vegna þess að lögin voru afturvirk
og fór til Makedóníu. Hann sneri aftur til Rómar eftir rúmt ár þegar að vinir
hans höfðu fengið öldungaráðið í Róm til þess að kalla hann aftur heim.
Fleiri skemmtilegar sögur eru að finna af Cíceró hér
Dagný
No comments:
Post a Comment