Monday, September 26, 2011

Trúarlíf á keisaraöld


Trúarlíf Rómverja hefur oft verið nefnt trúblendingur (syncretismi) þar sem helsta einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytni. Hellenisminn hafði kynnt Rómaveldi fyrir ýmsum trúarbrögðum eins og gírskum, egypskum, persneskum,  indverskum og fleiri austurlenskum trúarbrögðum. Rómversk alþýða heillaðist að dúlúð og lokkandi fyrirheitum sem trúarbrögðin fólu í sér. Rómverjum fannst allar þessar þjóðir hafa meira og minna sömu guðina og hikuðu því ekki við að bætið við nýjum guðum.
                Ágústus gerði sjálfan sig að æðstapresti og var þá yfirmaður trúarmála og hann reyndi að lífga við fornan átrúnað Rómverja en það varð erfiðara og erfiðara þegar svo mörg önnur trúarbrögð og hugmyndarstefnur stóðu til boða. Eftir lát Ágústusar var sá siður tekinn upp að látnir keisarar væru teknir í guðatölu og einnig varð það þegnskylda að færa fórnir frammi fyrir mynd keisarans til þess að játa ríkinu hollustu.

Júpiter er fyrir miðju myndarinnar

Júpiter og gyðjurnar Minerva og Júnó eru æðstu upprunalegu guðir Rómverja og voru þau kennd við Kapítólhæð í Róm. Á dögum Ágústusar myndaðist sú hefð að stríðsguðinn Mars væri sérstakur verndari keisarans en Mars var næstur guðanna við Júpíter. Við upphaf keisaratímans voru flest goðin í raun grísk en með latneskum nöfnum þar sem rómverskur átrúnaður hafðir alltaf verið sérlega opinn fyrir nýjum goðum.
               
Upprunalegu trúarbrögð Rómverja eru líklega vætta- og forfeðradýrkun þeirra. Einnig var dýrkun á heimilisgoðum eins og forfeðrum og ýmsum öndum og var verndarguð á sérhverju heimili eða anda sem tryggðu heill þess. Þessi goðamögn nefndust heimilis-aringuðir.

Rómverjar tóku upp Dýóníususardýrkun Grikkja og nefndu guð sinn Bakkus. Hún var útbreidd meðal miðstétta í grískum og rómverskum borgum og fylgdu henni miklar hátíðir og  voru konur  í forystu  í Dýónínususardýrkun og fóru sögur af að hátíðirnar væri ekkert mikið annað en svallveislur. Öldungaráðið fékk nóg á 2. öld f.Kr. og lagði bann á slíkar hátíðir, þar bar þó ekki tilætlaðan árangur.

Míþras að drepa naut

Dýrkun egypsku guðanna Ósírisar og Ísisar  var mjög útbreidd í Róm og voru þau tengd nátturunni og hringrás lífsins. Frá litlu-Asíu fengu  Rómverjar frjósemisgyðjuna Cybele og kölluðu þeir hana móðurina miklu og varð hún síðar ein vinsælasta gyðja  Rómverja og rann svo saman við Maríu mey. Á 1. öld e.Kr. kynntust Rómverjar ævafornum persneskum  guð, Míþras, og varð hann fljótt vinsæll meðal hermanna. Saman við Míþras rann sóldýrkun á 3. öld e. Kr. og ýttu keisarar udir haaog náði hún fljótt mikilli útbreiðslu, eftir samruna hennar við Míþras rann hún svo saman við Kristni. Kristnin var svo ríkistrú í Róm árið 380 e. Kr. og heiðinn dómur blandaðist ýmist inn í hana eða dó út á næstu öldum.

Dagný

Cíceró



Marcux Tullins Cíceró er frægasti og áhrifamesti mælskumaður Rómverja. Í Róm  lærði hann lögfræði, heimspeki og mælskulist, einnig var hann í námi í Grikklandi. Hann varð frægur fyrir sigra í erfiðum dómsmálum og vakti snemma athygli fyrir rökvísi  og harðfylgi í málflutningi. Hann hlaut mikla velgengni sem málfærslumaður og  fékk viðurkenningu æðstu metorða í stjórnmálum sem nouvus homo, og hlaut það fyrir eigin verðleika  en ekki vegna ætternis. Hann var ætíð gallharður stuðningsmaður lýðveldishugsjónar gegn einræðistilburðum einstakra manna. Cíceró lifði erfiða tíma og barðist fyrir töpuðum málstað og gekk ferill hans  ekki fyrir sig áfallalaust. Ræður hans gegn Katilínu fyrir öldungaráðinu eru frægustu ræður hans. Cíceró taldi Katalínu, sem var ungur aðalsmaður, vera að skipuleggja valdarán  með fulltingi nokkurra samsærismanna. Þáttaskil urðu í lífi Cícerós við málareksturinn gegn Katalínu. Fyrst um sinn hlaut hann mikið lof fyrir  framgöngu hans í málinu en seinna kom það í bak hans að hafa farið offarir í að refsa meintum samsærismönnum.




Útlegð Cícerós

Publius Clodíus Pulcher hafði verið svarinn óvinur Cícerós og tókst honum að gera Cíceró úlægan þegar hann bar vitni gegn  honum í Bona dea hneykslinu sem fólst í því að láta átti að setja lög um að hver sá sem hefði látið taka af lífi rómverskan borgara án  dóms laga fengi hvorki vatn né eld í Róm. Cíceró var því gerður útlægur vegna þess að lögin voru afturvirk og fór til Makedóníu. Hann sneri aftur til Rómar eftir rúmt ár þegar að vinir hans höfðu fengið öldungaráðið í Róm til þess að kalla hann aftur heim. 


Fleiri skemmtilegar sögur eru að finna af Cíceró hér


Dagný

Mælskulist og lögfræði




Eitt helsta einkenni  rómversks  samfélags áhuga manna á stjórnmálum og heimspeki. Allt frá upphafi lýðveldisaldar voru lögfræði, siðspeki, vopnaburður og fræðsla um rómverska siði og trúarbrögð  uppistaða í námi ungra drengja. Á 3. og 2. öld  f.Kr. voru stofnaðir grunnskólar að grískri fyrirmynd  en áður  hafði kennsla í undirstöðugreinum farið fram á heimilum. Munurinn á Róm og Grikklandi  var að í Róm nutu stúlkur meiri  formlegrar menntunar.
Sérstakir skólar fyrir mælskulist voru stofnaðir á  1. öld f.Kr. og voru Grískir kennarar  áberandi í slíkum skólum en þrátt fyrir það var skólinn byggður á sérrómverskum grunni. Mælskulistin féll vel að áhugamálum og þörum samfélagsins og voru ýmsir stjórnmálamenn taldir vera ræðukappar, til dæmis  Kató gamli, Gracchusar-bræður og Júlíus Sesar. Við  breytingar í samfélaginu, lýðveldið hnignaði  og vald keisarans  styrktist, breyttist hlutverk ræðumennsku og var kennslan ekki lengur miðuð við frama í stjórnmálum, heldur að búa menn undir embættisstörf.
                Quintilíanus var fyrsti mælskukennarinn í Róm sem laun fyrir störf sín úr opinberum sjóðum. Hann skrifaði  rit um mælskulist,  Um menntun mælskumannsins, og kemur þar fram  að góður mælskumaður þurfi um fram allt að vera vel gerður, agaður, upplýstur og smekkvís.


Meira efni um mælskulist og skólagöngu Rómverja er að finna hér

Dagný

Júlíus Sesar




Júlíus Sesar var einnig sagna ritari, hann skrifaði sjálfur um herför sína gegn Göllum, þar er gangur stríðsins rakin. Þar seigir hann frá sjálfum sér í þriðjupersónufrásögn lýsir sér sem dyggum hermanni Rómar. Heima fyrir berast  sögur að því að hann ætli sér að leggja niður lýðræðisríkið í Róm og gerast einvaldur þar. 
Hann var afkastamikill þegar kom að ritstörfum, dæmi um verk sem týnst hafa eru rit um málfrelsi, spakmæli og gamansögu safn sem hann hafði skrifað. Þessi rit höfðu ekki fallið Ágústínusi keisara í geð og lét hann því stinga þeim undi stól. 
Þess má líka geta  að Sesar þjáðist af hár leysi og reyndi sífellt að fela á sér skallann með misgóðum árangri, og var það efniviður annarra sagnaritara.

Fleiri upplýsingar um  Júlíus Sesar er að finna hér

Alda Karen

Sögurnar






Sagnaritun Rómverja einkenndist af hagnýtum gildum, þar var markmiðið að vekja upp ættjarðar ást og innprenta komandi kynslóðum virðingu fyrir gömlum rómverskum hefðum. Fyrstu sagna ritara rómverja skrifuðu á grísku fyrir því voru helst tvær ástæður latneskt ritmál var talið óþjált og svo átti að  sanna ágæti rómar fyrir grískumælandi lesendunum í hinum helleníska heimi.
Salltústíus var ein áhrifamesti sagnaritari rómverja hann hafið sérstæðan ritstíl og voru efnistök hans ólík öðrum. Hann leitaði fyrirmynda í gömlum Grikkjum og lifði í hringiðju rómverskra stjórnmála, hann skrifaði af miklum sannfæringarkrafti um þjóðfélagsmál, og tók oft málstað alþýðufólksins gegn valdaklíkum yfirvaldsins. Hans þekktustu verk eru “um stríðið gegn Júgúrtu konungi og um samsæri Catilínu. 




Alda Karen

Satírur




Satírur er eitt frumlegasta framlag Rómverja til menningarsögunnar

Satírur eru háðsdeilur á einstaklinga, menningagerðir og þjóðfélagsfyrirbæri, þar er reynir skáldið/höfundurinn að afhjúpa lesti mannskepnunnar, og fletta ofan af hræsni og spillingu samtímans.  Stundum einkenndust Satíru af góðlátlegu gríni en þær gátu líka verið beitar ádeilur.

Alda Karen

Skáldið




„Fjallið tekur ljóðsótt, fæðist hlægileg ,mús“ (Hóras 65-8. F.Kr)

Hóras var einn  af aðal skáldum um keisaraaldarinnar hann átti mikið af aðdáendum sem heilluðust af persónuleikan sem skín í gegnum kveðskap hans. Hóras  kynnti sér mannlífið og fjallaði skáldskapur hans oft um sígild áhugamál lífsgallaðra manna. Njóttu dagsins eða „ carpe diem“ er hvatning Hórasar. Samband hans við föður sinn er talið eitt það hjartnæmasta samband sem vitað er um frá fornöld,
Hóras var líka þekktur fyrir árangursríka framsetningu tungumálsins hann benti mönnum á koma sér að efninu vera ekki að teiga lopann, „Fjallið tekur ljóðsótt, fæðist hlægileg ,mús“ Hann taldi líka að fegurð kveðskaparins glatist í þýðinu hans.


Ps.  Enn fleiri upplýsingar um Hóras og verk hans er að finna hér hér

Alda Karen.


Wednesday, September 21, 2011

Keisarinn er mættur!







Oktavíanus varð einvaldur árið 31 f. Krist hann lagði vald sitt í hendur hins forna öldungaráðs og hlaut við það heiðurstitilinn Ágústus.
Ágústus kom á fót öflugum lífvarðarsveitum sem gættu öryggis hans, þannig tókst honum að tryggja þann frið í Róm sem rómverjar höfðu lengi þráð.

Á dögum Ágústusar blómstraði menningarlíf Rómar, þangað bárust menningarstraumar frá fjarlægum skattlöndum. Gallar, Spánverjar, Sýrlendingar og Gyðingar miðluðu menningarauði sínum. Ásýnd borgarinnar gjörbreyttist  Ágústus sagðist stoltur hafa breytt múrsteinsborg í marmaraborg, reistar voru glæsihallir, hof og helgidómar. Mesta varð breytingin í íburðum opinberra bygginga.

Á Palatínhæð, þar sem auðugir aðalsmenn höfðu búið um sig á lýðveldistímanum, var hin mikla keisarahöll Ágústusar. Við hlið hallarinnar lét hann reisa mikið bókasafn og hof tileinkað grískuættaða guði Apollon.

Öflugustu listamenn keisaratíma Ágústusar voru allir tengdir menningarlegri hirð hans. Keisarinn unni fögrum listum og göfugum kveðskap, helsti ráðgjafi hans var Maecenas hann naut ómældrar virðingar í heimi listunnenda, en áhrifavald hans byggðist ekki á sambandinu við keisarann, heldur á smekkvísi hans og miklum auðæfum.    


Alda  Karen


hér eru fleiri áhugaverðar upplýsingar um Oktavíanus/Ágústus keisara