Trúarlíf
Rómverja hefur oft verið nefnt trúblendingur (syncretismi) þar sem helsta
einkenni trúarlífs Rómverja við upphaf keisaraaldar var fjölbreytni.
Hellenisminn hafði kynnt Rómaveldi fyrir ýmsum trúarbrögðum eins og gírskum, egypskum,
persneskum, indverskum og fleiri
austurlenskum trúarbrögðum. Rómversk alþýða heillaðist að dúlúð og lokkandi
fyrirheitum sem trúarbrögðin fólu í sér. Rómverjum fannst allar þessar þjóðir
hafa meira og minna sömu guðina og hikuðu því ekki við að bætið við nýjum
guðum.
Ágústus gerði sjálfan sig að
æðstapresti og var þá yfirmaður trúarmála og hann reyndi að lífga við fornan
átrúnað Rómverja en það varð erfiðara og erfiðara þegar svo mörg önnur
trúarbrögð og hugmyndarstefnur stóðu til boða. Eftir lát Ágústusar var sá siður
tekinn upp að látnir keisarar væru teknir í guðatölu og einnig varð það
þegnskylda að færa fórnir frammi fyrir mynd keisarans til þess að játa ríkinu
hollustu.
Júpiter er fyrir miðju myndarinnar
Júpiter og gyðjurnar Minerva og
Júnó eru æðstu upprunalegu guðir Rómverja og voru þau kennd við Kapítólhæð í
Róm. Á dögum Ágústusar myndaðist sú hefð að stríðsguðinn Mars væri sérstakur
verndari keisarans en Mars var næstur guðanna við Júpíter. Við upphaf
keisaratímans voru flest goðin í raun grísk en með latneskum nöfnum þar sem
rómverskur átrúnaður hafðir alltaf verið sérlega opinn fyrir nýjum goðum.
Upprunalegu trúarbrögð Rómverja
eru líklega vætta- og forfeðradýrkun þeirra. Einnig var dýrkun á heimilisgoðum
eins og forfeðrum og ýmsum öndum og var verndarguð á sérhverju heimili eða anda
sem tryggðu heill þess. Þessi goðamögn nefndust heimilis-aringuðir.
Rómverjar tóku upp
Dýóníususardýrkun Grikkja og nefndu guð sinn Bakkus. Hún var útbreidd meðal
miðstétta í grískum og rómverskum borgum og fylgdu henni miklar hátíðir og voru konur
í forystu í Dýónínususardýrkun og
fóru sögur af að hátíðirnar væri ekkert mikið annað en svallveislur.
Öldungaráðið fékk nóg á 2. öld f.Kr. og lagði bann á slíkar hátíðir, þar bar þó
ekki tilætlaðan árangur.
Míþras að drepa naut
Dýrkun egypsku guðanna Ósírisar
og Ísisar var mjög útbreidd í Róm og
voru þau tengd nátturunni og hringrás lífsins. Frá litlu-Asíu fengu Rómverjar frjósemisgyðjuna Cybele og kölluðu
þeir hana móðurina miklu og varð hún síðar ein vinsælasta gyðja Rómverja og rann svo saman við Maríu mey. Á
1. öld e.Kr. kynntust Rómverjar ævafornum persneskum guð, Míþras, og varð hann fljótt vinsæll
meðal hermanna. Saman við Míþras rann sóldýrkun á 3. öld e. Kr. og ýttu
keisarar udir haaog náði hún fljótt mikilli útbreiðslu, eftir samruna hennar
við Míþras rann hún svo saman við Kristni. Kristnin var svo ríkistrú í Róm árið
380 e. Kr. og heiðinn dómur blandaðist ýmist inn í hana eða dó út á næstu
öldum.
Dagný